Hvað er "einn leikur" í póker ?

Phil Veit ekki hvort að mikil póker áhugamanneskja skrifaði fréttina en ef ég væri að lesa í fyrsta skipti af þessum aðburð og það væri hér á mbl.is myndi ég vera litlu nær.

Mönnum dettur væntanlega fyrst í hug að um sé að ræða algengasta og vinsælasta formið af Hold' em, sem er No Limit Texas Hold'em, þar sem spilarar geta lagt allan staflann sinn undir á hvaða stundu sem er í höndinni en "unabomberinn" Laak og Eslami munu spila Limit Hold' Em við tölvuna, þ.e.a.s upphæðirnar sem hægt er að veðja eru staðlaðar og takmarkaðar.

Í fréttinni kemur fram að þeir fái 5000 dollara fyrir hvern leik sem þeir vinna, aldrei hef ég heyrt um að "vinna einn leik" í póker - hið rétta er að þeir þurfa að vinna 25 "small bets" í 500-handa "sessoni".

Bendi á frétt af pokernews.com fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur. 

 


mbl.is Gervigreind gegn bestu pókerspilurum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða auli svaraði könnuninni "Jamie Gold".

Ábyggilega lélegasti pókerspilari síðan Chris Moneymaker vann.

Halli (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Dark Side

Tölvan ræður örugglega ekki við no limit... Polaris goes broke :D

Dark Side, 24.7.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband