23.7.2007 | 14:17
Hvað er "einn leikur" í póker ?
Veit ekki hvort að mikil póker áhugamanneskja skrifaði fréttina en ef ég væri að lesa í fyrsta skipti af þessum aðburð og það væri hér á mbl.is myndi ég vera litlu nær.
Mönnum dettur væntanlega fyrst í hug að um sé að ræða algengasta og vinsælasta formið af Hold' em, sem er No Limit Texas Hold'em, þar sem spilarar geta lagt allan staflann sinn undir á hvaða stundu sem er í höndinni en "unabomberinn" Laak og Eslami munu spila Limit Hold' Em við tölvuna, þ.e.a.s upphæðirnar sem hægt er að veðja eru staðlaðar og takmarkaðar.
Í fréttinni kemur fram að þeir fái 5000 dollara fyrir hvern leik sem þeir vinna, aldrei hef ég heyrt um að "vinna einn leik" í póker - hið rétta er að þeir þurfa að vinna 25 "small bets" í 500-handa "sessoni".
Bendi á frétt af pokernews.com fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur.
![]() |
Gervigreind gegn bestu pókerspilurum heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)