Hvað er "einn leikur" í póker ?

Phil Veit ekki hvort að mikil póker áhugamanneskja skrifaði fréttina en ef ég væri að lesa í fyrsta skipti af þessum aðburð og það væri hér á mbl.is myndi ég vera litlu nær.

Mönnum dettur væntanlega fyrst í hug að um sé að ræða algengasta og vinsælasta formið af Hold' em, sem er No Limit Texas Hold'em, þar sem spilarar geta lagt allan staflann sinn undir á hvaða stundu sem er í höndinni en "unabomberinn" Laak og Eslami munu spila Limit Hold' Em við tölvuna, þ.e.a.s upphæðirnar sem hægt er að veðja eru staðlaðar og takmarkaðar.

Í fréttinni kemur fram að þeir fái 5000 dollara fyrir hvern leik sem þeir vinna, aldrei hef ég heyrt um að "vinna einn leik" í póker - hið rétta er að þeir þurfa að vinna 25 "small bets" í 500-handa "sessoni".

Bendi á frétt af pokernews.com fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur. 

 


mbl.is Gervigreind gegn bestu pókerspilurum heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband